Flóamarkaður

Nemendur í 10. bekk Vallaskóla á Selfossi halda flóamarkað í Tryggvaskála miðvikudaginn 4. apríl klukkan 11-18.
Þar verður einnig hægt að kaupa gómsætar tertur til að taka með sér og/eða setjast niður og fá sér kaffi/kakó og vöfflur.
Allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda.