Foreldrakynningar
Foreldrakynningar verða að öllu jöfnu haldnar á tímabilinu 27.8-7.9 skv. skóladagatalinu. Það er þó með fyrirvara en tímasetning getur breyst vegna óviðráðanlegra orsaka. Foreldrar/forráðamenn fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að mæta á kynningu en það er misjafnt á hverju stigi. Einnig má fylgjast með hér á heimasíðunni.
Lausar stöður – stuðningsfulltrúa vantar
Við Vallaskóla eru lausar 3 stöður stuðningsfulltrúa. Nánari upplýsingar gefur Guðbjartur Ólason skólastjóri í síma 480 5800 eða á netfanginu gudbjartur@vallaskoli.is .
Skólasetning 22. ágúst
Skólasetning fór fram miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur mættu til hátíðarinnar ásamt foreldrum sínum, en setningin fór fram í íþróttasalnum á Sólvöllum.
Matseðill
Matseðill ágústmánaðar er kominn á heimasíðu, sjá hér.
Útileikfimi
Það fylgir fyrstu dögum skólaársins að íþróttatímarnir fara fram úti í góða veðrinu. Nemendur í 2.-10. bekk eiga sem sagt að byrja í útiíþróttum eða útileikfimi frá og með morgundeginum, fimmtudaginn 23. ágúst sem hér segir: