Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fari það í bjöllulaust!

By thorvaldur | 1. september 2012

Það kom að því. Eitt helsta tákn iðnbyltingar er hljóðnað. Samhliða breyttum tímaási í skólastarfinu var ákveðið að hætta að hringja skólabjöllunni, enda eru frímínútur og matur á mismunandi tímum eftir stigum.

Matseðill

By thorvaldur | 1. september 2012

Matseðill septembermánaðar er kominn á heimasíðu. Af öðru efni á heimasíðunni, s.s. nýir nemendalistar, námskrá ofl., þá er það í vinnslu og mun birtast innan tíðar. Viðtalstímar kennara eru að mestu komnir á sinn stað – undir starfsmenn.

Foreldrakynningar

By thorvaldur | 27. ágúst 2012

Foreldrakynningar verða að öllu jöfnu haldnar á tímabilinu 27.8-7.9 skv. skóladagatalinu. Það er þó með fyrirvara en tímasetning getur breyst vegna óviðráðanlegra orsaka.   Foreldrar/forráðamenn fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að mæta á kynningu en það er misjafnt á hverju stigi. Einnig má fylgjast með hér á heimasíðunni.

Lausar stöður – stuðningsfulltrúa vantar

By thorvaldur | 25. ágúst 2012

Við Vallaskóla eru lausar 3 stöður stuðningsfulltrúa. Nánari upplýsingar gefur Guðbjartur Ólason skólastjóri í síma 480 5800 eða á netfanginu gudbjartur@vallaskoli.is .

Íþróttasalur

Skólasetning 22. ágúst

By thorvaldur | 25. ágúst 2012

Skólasetning fór fram miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur mættu til hátíðarinnar ásamt foreldrum sínum, en setningin fór fram í íþróttasalnum á Sólvöllum.