Höfum þetta í lagi!
Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og öllu. Það sama gildir um notkun rafmagnsvespa, sem nokkuð er af um þessar mundir.
Netfréttabréf forvarnahóps Árborgar nr. 3
Netfréttabréf 3. tbl.
Stelpur til sigurs
Þá er lokið spurningakeppninni KVEIKTU, sem orðinn er árlegur viðburður í starfi skólans. Keppnin sem þreytt var milli 9. RS og 10. MA var skemmtileg og spennandi – og í byrjun var ekki að sjá að þau yngri gæfu hinum eldri neitt eftir.
Páskafrí hefst
Páskafrí hefst laugardaginn 23. mars. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Hafið það sem allra best í fríinu. Starfsmenn Vallaskóla.
Íþróttadagur
Íþróttadegi sem vera átti 22. mars er frestað fram í apríl. Nánar síðar.