Fundargerð skólaráðs 12. mars 2013

Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00 á kaffistofu kennara.

Mættir eru: Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Helga R. Einarsdóttir, Svanfríður K. Guðmundsdóttir, Hergeir Grímsson, Jón Özur Snorrason, Gunnar Bragi Þorsteinsson,Guðbjartur Ólason, Hrönn Bjarnadóttir og Kári Valgeirsson.

1. mál á dagskrá: Skóladagatal 2013 – 14. Starfsdagar og frí eru samræmd í skólum Árborgar. Stefnt að því að Haustþingið verði samræmt milli grunnskólastigs og leikskólastigs. Guðbjartur gerir grein fyrir einstökum liðum skóladagatalsins.

2. mál á dagskrá: Innleiðing aðalnámskrár. Guðbjartur gerir grein fyrir verkáætlun innleiðingar og leggur áherslu á að hana þurfi að vinna markvisst, í hópvinnu og um hana þurfi að myndast samstaða.

3. mál á dagskrá: Gullin í grendinni. Samvinnuverkefni þvert á skólastigin sem gengur út á sjálfbærni, umhverfisvitund og læsi í víðri merkingu.

4. mál á dagskrá: Spjaldtölvuvæðing í Vallaskóla. Um er að ræða þróunarverkefni sem er í vinnslu. Guðbjartur telur skynsamlegt að fara sér hægt og byrja á yngstu nemendunum. Mikilvægt að sjá þetta sem afmarkað verkefni til að byrja með. Málið rætt frá ýmsum hliðum.

5. mál á dagskrá: Önnur mál. Eftirfarandi ályktun frá kennurum Vallaskóla lögð fram til bókunar: „Kennarar í skólaráði Vallaskóla harma þá ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Teljum við að hér sé um miklar breytingar að ræða og furðum okkur á því að þetta mál hafi ekki komið til umsagnar skólaráðs áður en ákvörðun um það var tekin.“ Auk þess rætt um skólalóð Vallaskóla og framkvæmdir á henni. Drög að skólastefnu sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 18:00

Helga R Einarsdóttir

Kári Valgeirsson

Jón Özur

Svanfríður Guðmundsdóttir

Hergeir Grímsson

Gunnar Bragi Þorsteinsson

Guðrún Eylín

Hrönn Bjarnadóttir

Guðbjartur Ólason