Grænn dagur og jákvæð samskipti
Allt er vænt sem er grænt. Það á sérstaklega um ,,græna kallinn“ í Olweusaráætluninni gegn einelti. Grænn dagur var einmitt haldinn föstudaginn 20.9 í Vallaskóla og allir hvattir til að mæta í einhverju grænu.
Grænn dagur
Föstudaginn 20. september er grænn dagur í Vallaskóla. Þá eru allir, nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að klæðast einhverju grænu og styðja þannig Olweusaráætlunina gegn einelti og gera hana sýnilega á skemmtilegan hátt. Í því felst boðskapurinn auðvitað að allir vilja vera ,,græni kallinn“ í Olweusarhringnum.
Foreldrakynning í 2. bekk
Fer fram föstudaginn 20. september frá kl. 8.10-9.00. Tekið er á móti foreldrum í stofu 37 í Valhöll. Nemendur í 2. bekk verða í íþróttatíma á meðan foreldrakynningum stendur.