Rithöfundur í heimsókn
Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur mun heimsækja nemendur í 4.-6. bekk þriðjudaginn 22. október. Gert er ráð fyrir líflegum umræðum um ævintýraheima og eiga nemendur að vera búnir að undirbúa sig fyrir heimsóknina. Verkefnið kallar Brynja Ævintýrið í mér. Um leið og Brynja kemur og les úr sínu ævintýri þá mun hún ræða við börnin á …
Haustfrí
Vallaskóla 16.10 2013 Ágætu foreldrar og forráðamenn. Minnum á haustfrí föstudaginn 18. október til og með mánudagsins 21. október. Kennsla í Vallaskóla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. október. Ath. að það er einnig lokað á skólavistun. Hafið það gott í fríinu. Með bestu kveðju, skólastjóri.
Haustfrí
Það er haustfrí mánudaginn 21. október. Allir í fríi í Vallaskóla – njótið vel!
Haustfrí
Það er haustfrí föstudaginn 18. október. Allir í fríi í Vallaskóla – njótið vel!
Hvað er PALS?
Krakkarnir í 4. bekk eru á fullu í PALS, sem er lestraraðferð þar sem pör lesa saman. Þar lesa krakkarnir fyrir hvort annað, leiðrétta og hrósa hvort öðru. Auk þess að lesa þurfa krakkarnir að velta fyrir sér innihaldi textans og segja um hvað þeir lásu (endursögn).