Langar þig í vöfflu með rjóma?
Fjáröflun vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á foreldradeginum, á morgun – þriðjudaginn 19. nóvember. Að loknu foreldraviðtali er kjörið að setjast niður og fá sér hressingu. Veitingasalan fer fram í mötuneyti og anddyri.
8. nóvember og Eyþór Ingi
Þann 8. nóvember sl. var haldinn dagur gegn einelti um allt land. Í Vallaskóla voru bekkjarfundir í brennidepli á þessum degi en eins og allir vita þá skipa þeir stóran sess í Olweusaráætluninni gegn einelti.
Baráttudagur gegn einelti
Dagskrá í báðum deildum, m.a. tónleikar með Eyþóri Inga.
Skákgjöf
Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.
Gullin í grenndinni
Fyrir skemmstu fóru 6. GEM, 6. SKG, 2. GG og 2. GMS saman í skógarferð. Gengu nemendur ásamt kennurum sínum og stuðningsfulltrúum út í Vinaskóg.