Langar þig í vöfflu með rjóma?

Fjáröflun vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á foreldradeginum, á morgun – þriðjudaginn 19. nóvember. Að loknu foreldraviðtali er kjörið að setjast niður og fá sér hressingu. Veitingasalan fer fram í mötuneyti og anddyri. Ilmandi vöfflur og rjúkandi kakó á boðstólum Verð kr. 500 með kaffi/kakó.

Ef svo óheppilega vill til að þið séuð á hraðferð örvæntið ekki því við verðum með kökubasar á staðnum líka. Upplagt að verðlauna börnin með gómsætu bakkelsi. Verð frá kr. 1000-3500.

 

Við tökum því miður ekki við kortum. Munið að taka með pening?

Með kærri kveðju frá ferðanefnd foreldra nemenda í 10. bekk.