Varðandi boðað verkfall 21. maí
Á morgun, miðvikudaginn 21. maí, er annar af þremur boðuðum verkfallsdögum í kjaradeilu kennara. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af verkfalli verður og því eru foreldrar og forráðamenn nemenda beðnir um að fylgjast með fréttum í kvöld og í fyrramálið.
Skólahreysti – úrslitakeppni
Lið Vallaskóla í Skólahreysti mun keppa til úrslita í dag, föstudaginn 16. maí kl. 20.00. Keppnin fer fram í Laugardalshöll og er bein útsending frá keppninni í sjónvarpinu. Nemendum í 8.-10. bekk verður boðið að fara með sem stuðningslið og er nú búið að senda út upplýsingar um ferðatilhögun ofl. Áfram Vallaskóli!
Vallaskóli og Skólahreysti – flottur árangur í úrslitakeppninni
Lið Vallaskóla í Skólahreysti náði mjög góðum árangri í lokakeppni Skólahreysti en tólf bestu skólar landsins í Skólahreysti ársins 2014 mættust í úrslitum í kvöld, 16. maí. Vallaskóli hafnaði í 5. sæti með 44 stig samanlagt.
Verkfall grunnskólakennara
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall fimmtudaginn 15. maí, miðvikudaginn 21. maí og þriðjudaginn 27. maí og tekur það gildi á umræddum dögum hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma.
Nýjar sjálfsmatsskýrslur
Vallaskóli hefur notað sjálfsmatstækið ,,Skólapúlsinn“ síðan árið 2011. Nú höfum við birt nýjustu skýrslurnar (2013-2014) úr starfsmanna- og foreldrakönnuninni hér á heimasíðunni. Skýrslurnar veita vonandi góða innsýn í umfangsmikla starsfemi skólans enda eru skýrslurnar sjálfar stórar í sniðum.