Varðandi boðað verkfall 21. maí

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí, er annar af þremur boðuðum verkfallsdögum í kjaradeilu kennara. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af verkfalli verður og því eru foreldrar og forráðamenn nemenda beðnir um að fylgjast með fréttum í kvöld og í fyrramálið. Ef til boðaðs verkfalls kemur fellur öll kennsla í Vallaskóla, ásamt Setri, niður þann dag og því er ekki mögulegt að taka á móti nemendum meðan á verkfalli stendur.

Skólavistunin Bifröst verður rekin með óbreyttu sniði fyrir þau börn sem þar hafa verið í vistun frá kl. 12:40.

Allar nánari upplýsingar verður hægt að fá á skrifstofu skólans í síma 480 5800.

 

 

Með kveðju og ósk um að úr rætist,