Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Skólaslit í 10. bekk

3. júní 2011

Minnum enn og aftur á að skólaslit í 10. bekk fer fram föstudaginn 3. júní kl. 18.00.

Generalprufa fyrir nemendur er kl. 12.00 sama dag. Nauðsynlegt að allir mæti.

Tenglar skipuleggja kaffiveitingar í samráði við foreldra eins og fram hefur komið í upplýsingabréfi og boðsbréfi. Þeir hafa nú þegar gert yfirlit um það sem hver forráðamaður á að koma með og það var sent í tölvupósti fyrir örfáum dögum síðan. Nauðsynlegt er að allir komi með veitingar á kaffihlaðborð skv. skipulagi tengla. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að koma veitingunum til skila á milli kl. 16-17 í mötuneytið á Sólvöllum 3. júní.

Skólahúsnæðið skoðað

1. júní 2011

Nemendur í 1.-4. bekk komu yfir á Sólvelli til að skoða aðstæður áður en flutningurinn úr Sandvík brestur á.

Brennómót

30. maí 2011

Síðasta skóladaginn sá nemendafélag Vallaskóla (NEVA) um brennómót á unglingastigi í íþróttasalnum á Sólvöllum. 

Tilkynning frá skólavistun

27. maí 2011

Skólavistun Vallaskóla verður opin fyrir börn sem þar eru skráð til og með 15. júní og opnar aftur eftir sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst.

Bara gras!

26. maí 2011

Fræðsla um skaðsemi kannabis. Fjölbrautaskóli Suðurlands fimmtudaginn 26. maí kl. 20.00. Öllum opið. Fjölmennum!

Tölvufíkn er alvörumál

26. maí 2011

Á dögunum fengum við hingað í Vallaskóla góða gesti, þrjá unga menn frá Höfn í Hornafirði, sautján-átján ára gamla, þá Halldór Karl Þórsson, Reyni Ásgeirsson og Þórð Ásgeirsson. Erindi þeirra var að fræða okkur, aðallega þó 7. bekk en líka kennara og foreldra, um fyrirbærið tölvuleikjafíkn.

Bara gras! – eða hvað!

24. maí 2011

Fimmtudaginn 26. maí verður fræðsla í boði um skaðsemi kannabis. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fjölmenni og sýni afstöðu sína.

1. bekkur og vorferð

24. maí 2011

Vegna öskufalls verður vorferð 1. bekkjar, sem fara átti á morgun miðvikudaginn 25. maí, frestað.

Dagarnir 23. maí – 6. júní

23. maí 2011

Hér á heimasíðunni er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfið í yngri og eldri deild síðustu dagana skólaárið 2010-2011. Vinsamlegast smellið á þennan hlekk.

Sundkennsla 23.-27. maí

23. maí 2011

Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða.


Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.


Íþróttakennarar í Vallaskóla.

5. bekkur og gróðursetningarferð

23. maí 2011

Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.

Skólahald og öskufall

23. maí 2011

Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.