Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Framhaldsskólakynning
Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 18:00-19.20 verður kynningarfundur með námsráðgjafa Vallaskóla, Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni. Fundurinn er mjög mikilvægur fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra. Hann verður í stofu 20 í Vallaskóla – Sólvöllum, […]
Þemadagar 2. og 3. febrúar
2.-3. febrúar verða þemadagar haldnir í Vallaskóla. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og það brotið upp með fjölbreyttri þemadagavinnu.
Af bóndadegi í 8. RS
Stúlkurnar í 8. RS gerðu vel við drengina í 8. RS á bóndadeginum sl. föstudag – eins og í fyrra.
Kynningarfundur um nám að loknum grunnskóla fyrir 10. bekk.
Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 18:00-19.20 verður kynningarfundur með námsráðgjafa Vallaskóla, Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni.
6. GSP og 6. MK og M.C. Holms skole
Síðastliðinn fimmtudag og föstudag fengum við þrjá vini okkar frá Danmörku í heimsókn. Það voru þau Birgitte, Marianne og Gorm.
Af þingstörfum í Vallaskóla
Skólaþing Vallaskóla skólaárið 2011-2012 hefur nú farið fram. Starfsmannaþing fór fram miðvikudaginn 18. janúar en nemenda- og foreldraþing fimmtudaginn 19. janúar.
Skólaþing – forráðamenn
Í dag verður foreldrasamkoma Skólaþings Vallaskóla. Foreldrar! Takið kvöldið frá.
Foreldraþingið fer fram kl. 19:00-20.15. Þá mæta foreldar á skólaþing og taka þátt í samskonar vinnu og nemendur. Mæting er í Austurrýminu á Sólvöllum – gengið er inn Engjavegsmegin.
Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á starfi skólans og vilja hafa áhrif á framgang mála.
Fyrirkomulag þingsins verður í anda Þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010 í Laugardagshöll.
Nemendaþing
Nemendaþing verður haldið í dag. Þingið er lýðræðislegur vettvangur í gagnrýnni umræðu um starf skólans.
Starfsmannaþing
Í dag verður starfsmannahluti Skólaþings Vallaskóla haldinn. Þingið fer fram að lokinni kennslu.
5. bekkur og félagsmiðstöðin
Sérstök opnun verður fyrir 5. bekk í félagsmiðstöðinni á morgun, miðvikudaginn 18. janúar.
