Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Samr.k.próf – 10. b./ísl
Dagsetningar samræmdra prófa í haustið 2011:
10. bekkur
Mánudagurinn 19. september: Íslenska kl. 9.00-12.00. Mæting kl. 8.45 í Austurrýminu (ekki seinna).
10. bekkur – bréf Vallaskóla til nemenda og foreldra
www.namsmat.is – allt um samræmd könnunarpróf.
Ekkert jafnast á við hafragraut
Vallaskóli býður upp á ókeypis hafragraut í frímínútum á hverjum morgni og er þetta þriðja árið sem það er gert.
Innileikfimi
Frá og með mánudeginum 12. september tekur innileikfimin við. Foreldrar eru því beðnir um að gæta vel að því að nemendur mæti með réttan útbúnað.
Lesa Meira>>Foreldrakynningar – miðstig
Miðstigið (5., 6. og 7. bekkur) verður með foreldrakynningu föstudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgjaforeldrar umsjónarkennurum inn í stofur.Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur (fyrir utan nemendur í 5. og 7. bekk sem fara í verkgreinar þennan morguninn) eru heima þessa fyrstu tvo tíma og mæta svo kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.
Lesa Meira>>Foreldrakynningar – efsta stig
Efsta stigið (8., 9. og 10. bekkur) verður með foreldrakynningu fimmtudaginn 8. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur eru heima á meðan og mæta kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.
Lesa Meira>>Dagur læsis
Í dag, 8. september, er alþjóðlegur dagur læsis. Á alþjóðlegum degi læsis eru ungir og aldnir lesendur vefsíðu Vallaskóla hvattir til að gera sér dagamun og leggja sérstaka áherslu á lestur.
Lesa Meira>>Foreldrakynning – yngsta stig
Yngsta stig 2., 3. og 4. bekkur verður með foreldrakynningu miðvikudaginn 7. september frá kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk tekur á móti foreldrum. Gengið er inn Engjavegsmegin. Eftir það fara foreldrar í stofur með umsjónarkennurum. Tekið verður á móti nemendum 2.-4. bekk á skólavistun og þar munu stuðningsfulltrúar sjá um þau á meðan foreldrarnir eru á kynningarfundinum.
1. bekkur verður með sérstakt kynningarkvöld og verða forráðamenn boðaðir á það sérstaklega.
Opnunarball í félagsmiðstöðinni
Opnunarball Zelsíuz 2011 verður haldið fimmtudaginn 8. september nk. Ballið er fyrir 8.-10. bekkinga í Árborg.
Umhverfisvaktin komin af stað
Þá er Umhverfisvakt Vallaskóla komin af stað og hér er þessi góða mynd af 6. MK í blíðunni fyrir stuttu.
Foreldrakynningar
Senn líður að kynningu á skólastarfinu í upphaf nýs skólaárs fyrir foreldra og forráðamenn.
Lesa Meira>>Göngum í skólann
Vallaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, mennta- og menningar-málaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.