Meira þema

Nú eru fleiri myndir frá þemadögunum komnar í albúm undir ,,myndefni“, m.a. myndir frá Sverri Victorssyni í 9. MA.

Þar má m.a. finna myndir frá útistöðinni á yngsta stigi – sjá betur undir ,,myndefni“.

Útistöðin
Við gengum út í skóg þar sem allir bjuggu til listaverk úr því sem krakkarnir fundu í náttúrunni, þau fundu mikið af könglum og trjágreinum. Síðan fengu allir sér heitan skógardrykk og kex áður en labbað var heim á leið. Mikil gleði var ríkjandi í þessum ferðum.