Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Frá nemendum í 10. bekk

8. mars 2012

Næstu daga munu nemendur í 10. bekk Vallaskóla ganga í hús á Selfossi og selja penna til styrktar Félagi heyrnarlausra. Einnig verða þau með pennana til sölu í nokkrum verslunum á Selfossi.

Upplestrarhátíð

7. mars 2012

Í dag verður haldin innanhússkeppni Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Þá munu 9 fulltrúar nemenda úr 7. bekkjunum lesa upp sögu og ljóð. Þrír nemendur munu þá komast áfram í lokakeppnina á svæði Árborgar 13. mars nk. Hátíðin fer fram í Austurrýminu.

Kennsla eftir vetrarfrí

5. mars 2012

Mánudagurinn 5. mars – kennsla eftir vetrarfrí.  Nemendur í 1.-7. bekk mæta aftur í skólann skv. stundaskrá.Nemendur á efsta stigi, 8.-10. bekk, mæta kl. 9.50 (fyrstu tveir tímarnir falla niður). Hafragrautur verður afgreiddur í löngu frímínútum skv. venju.

Vetrarfrí

2. mars 2012

Vetrarfrí

1. mars 2012

Starfsdagur

29. febrúar 2012

Miðvikudagurinn 29. febrúar. Starfsdagur og nemendur í fríi. Starfsmenn í NY. Ath. að skólavistun er opin.

Matseðill og nýjung

28. febrúar 2012

Matseðill marsmánaðar er kominn á heimasíðu. Athygli skal vakin á verðlaunarétti sem verður á boðstólnum 8. mars.

Ferð til New York

28. febrúar 2012

Þriðjudaginn 28. febrúar fellur öll kennsla niður eftir kl. 12.40 vegna námsferðar starfsfólks Vallaskóla til New York.

Konudagurinn og 8. RS

27. febrúar 2012

Á föstudeginum fyrir konudaginn gerðu strákarnir í 8. RS vel við bekkjarsystur sínar – enda höfðu þær gert vel við þá á bóndadaginn.

Vorönn hefst

24. febrúar 2012

Mæting skv. stundaskrá.

Fornleifafræði

24. febrúar 2012

Fyrir nokkrum dögum fengum við heimsókn frá foreldri í 3. bekk, Margréti Hrönn, sem er fornleifafræðingur. Hún kom til okkar í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu landnámið.

Foreldradagur

23. febrúar 2012

Í dag koma nemendur og forráðamenn til viðtals hjá umsjónarkennara. Þá verður afrakstur vetrarannar gerður upp. Umsjónarkennarar senda út viðtalstíma.  Ath. að nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu til styrktar skólaferðalagi sínu í vor.