Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Lestur hefur aldrei verið mikilvægari
Ásta Björk Björnsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, hélt mjög góðan fyrirlestur fyrir kennara í dag um læsi. Í grófum dráttum skiptir miklu máli fyrir börn nútímans og framtíðar, og þá ekki síst á grunnskólaaldri, að ná tökum á þessari grundvallar færni.
Lesa Meira>>Gleðilegt ár
Gleðilegt ár! Í dag, 2. janúar, er starfsdagur í Vallaskóla og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa skólastarfið fyrir morgundaginn. Nýr matseðill er kominn á heimasíðuna og búið er að uppfæra gjaldskrár í mötuneyti og á skólavistun.
Lesa Meira>>Litlu jól 1.-4. bekkur
Litlu jólin hjá 1.-4. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla föstudaginn 16. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Jóladagskrá, m.a. jólaguðspjallið, leikþættir og dans.
Tvær jólaskemmtanir verða sem hér segir (sjá einnig skilaboð umsjónarkennara):
Klukkan 9:15 – 10:30 1. IG, 2. MS, 3. ÁRJ, 4. GU og 4. GMS
Klukkan 10:30 – 11:45 1. ASG, 2. BB, 2. ÁRS, 3. HÞ og 3. KV
Nemendur eiga að mæta við stofuna sína og hitta umsjónarkennarann sem fer með þeim í salinn.
Von er á rauðklæddum körlum í heimsókn.
Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.
Skólavistun er opin 16. desember og 2. janúar.
Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.
Kæru nemendur og foreldrar!
Fyrir hönd starfsfólks Vallaskóla óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að kveðja. Með jólakveðju – Guðbjartur Ólason, skólastjóri.
Netfréttabréf Zelsiuz desember 2011
Haustmánuðir hafa liðið hratt og á augabragði er kominn desember. Það er því löngu kominn tími til að kynna vetrardagskrána. Í vetur verða ekki gerðar miklar breytingar á starfinu fyrir utan að mánudagskvöld verða klúbbakvöld. Þá verður boðið upp stráka og stelpuklúbba, kvikmyndaklúbb, sviðslistaklúbbinn Jón og fjölmiðlaklúbbinn Friðbert.
Litlu jól 5.-10. bekkur
Litlu jólin hjá 5.-10. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla fimmtudaginn 15. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí hjá nemendum í 5.-10. bekk.
Þrjár jólaskemmtanir verða sem hér segir:
Klukkan 15.30 – c.a. 16.30 5. og 6. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur og fara svo með umsjónarkennara sínum í salinn.
Klukkan 17.00 – c.a.18.00 7. bekkur
Nemendur mæta í Austurrýmið. Sérstök jólaskemmtun í boði.
Klukkan 18.00 – c.a. 20.00 8.-10. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur – stofujól. Síðan verður haldin jólakvöldvaka frá c.a. 18.30.
Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.
Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.
Afgreiðslutími skólavistunar í jólafríi
Skólavistun Vallaskóla er opin alla virka daga í jólafríi fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Lesa Meira>>Skólaráð
Fundargerð Skólaráðs Vallaskóla frá 8. desember sl. er nú aðgengileg hér á heimasíðunni.
Lesa Meira>>