Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Upplestrarhátíð
Í dag verður haldin innanhússkeppni Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Þá munu 9 fulltrúar nemenda úr 7. bekkjunum lesa upp sögu og ljóð. Þrír nemendur munu þá komast áfram í lokakeppnina á svæði Árborgar 13. mars nk.Hátíðin fer fram í Austurrýminu.
Lesa Meira>>Kennsla eftir vetrarfrí
Mánudagurinn 5. mars – kennsla eftir vetrarfrí. Nemendur í 1.-7. bekk mæta aftur í skólann skv. stundaskrá.Nemendur á efsta stigi, 8.-10. bekk, mæta kl. 9.50 (fyrstu tveir tímarnir falla niður). Hafragrautur verður afgreiddur í löngu frímínútum skv. venju.
Lesa Meira>>Starfsdagur
Miðvikudagurinn 29. febrúar. Starfsdagur og nemendur í fríi. Starfsmenn í NY. Ath. að skólavistun er opin.
Lesa Meira>>Matseðill og nýjung
Matseðill marsmánaðar er kominn á heimasíðu. Athygli skal vakin á verðlaunarétti sem verður á boðstólnum 8. mars.
Lesa Meira>>Ferð til New York
Þriðjudaginn 28. febrúar fellur öll kennsla niður eftir kl. 12.40 vegna námsferðar starfsfólks Vallaskóla til New York.
Lesa Meira>>Konudagurinn og 8. RS
Á föstudeginum fyrir konudaginn gerðu strákarnir í 8. RS vel við bekkjarsystur sínar – enda höfðu þær gert vel við þá á bóndadaginn.
Lesa Meira>>Fornleifafræði
Fyrir nokkrum dögum fengum við heimsókn frá foreldri í 3. bekk, Margréti Hrönn, sem er fornleifafræðingur. Hún kom til okkar í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu landnámið.
Lesa Meira>>Foreldradagur
Í dag koma nemendur og forráðamenn til viðtals hjá umsjónarkennara. Þá verður afrakstur vetrarannar gerður upp. Umsjónarkennarar senda út viðtalstíma. Ath. að nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu til styrktar skólaferðalagi sínu í vor.
Lesa Meira>>Kaffiveitingar á foreldradaginn
Nemendur í 10. bekk verða með kaffisölu á foreldradaginn.
Lesa Meira>>