NEVA Fundur 6. september 2012

Neva, fundur fimmtudaginn 6. september

Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Viktoría, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg.

Fundur settur klukkan 13:41.

Allir kátir að byrja þennan skemmtilega vetur í Neva starfi.

1. Föstudagurinn 14. september er ,,upphengidagur“ í Vallaskóla; þann dag eru bekkjarreglur hengdar upp hjá öllum umsjónarstofum. Þar sem Vallaskóli er Olweusarskóli kom sú hugmynd að hafa þennan dag grænan – í anda þess að allir vilji vera græni karlinn á Olweusarplakatinu. Það var samþykkt og Esther og Elísa taka að sér að útbúa auglýsingu. Einnig kom sú hugmynd upp að þeir sem mæta í grænu þennan dag megi fara 10 mínútum fyrr úr tíma (klukkan 10) til að láta taka mynd af sér. Það verður gert á sviðinu í austurrýminu. Hvetur alla til að mæta í grænu.

2. Rætt um Galaballið sem verður í Vallaskóla þann 29. nóvember. Ýmsar hugmyndir eru á lofti og verða aðeins áfram. Þetta er tækifæri til breytinga og þá er spurning hversu miklu eigi að breyta. Rætt meira síðar.

3. Rætt um hljómsveitir sem koma til greina á ballið. Bjartur og Kári ætla að hafa samband við eina þeirra.

4. Rætt um þema fyrir Galaballið. Klárlega komin góð hugmynd sem vinna á betur.

5. Rætt um að hafa hæfileikakeppni fyrir Galaballið. Það var samþykkt. Tókst vel í fyrra og þá er leikurinn endurtekinn. Þetta verður rætt á næsta fundi og skipulagt betur.

6. Hugmyndin um graffití sem veggmynd verður tekin upp aftur og henni fylgt eftir. GG ræðir við smíðakennara um framkvæmd. KV ræðir við listamanninn.

7. Neva þarf að fá dagatalið frá Zelsíus þannig að uppákomur rekist ekki á. GG sér um það.

Þetta fer allt vel af stað, Neva er í góðu stuði og hlakkar til að ýta félagslífinu af stað.

Fundi slitið klukkan 14:55.

Ritari, Guðbjörg Grímsdóttir.