Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands Íslands

Þrjár stúlkur úr 6. bekk í Vallaskóla tóku þátt í lokakeppni Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands Íslands á laugardaginn, 4. maí. Til keppni var boðið þeim sem náðu bestum árangri í undankeppni sem haldin var í skólunum fyrr í vetur, en keppt er í 60 m hlaupi, kúluvarpi og hástökki. Lokakeppnin var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þar sem krakkarnir fá að keppa við bestu aðstæður sem til eru og starfsmenn á mótinu er afreksfólk úr röðum frjálsra íþrótta. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkur stóðu sig með eindæmum vel. Í heildarstigakeppni 12 ára stúlkna gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu með miklum mun þær hlutu bikar að launum og er hann til sýnis í skáp í aðalandyri skólans.

 

Barbára Sól Gísladóttir sigraði kúluvarpið með 8,92 m, hún varð þriðja í 60 m hlaupi á 9,20 sek., í hástökki 9.-10. með 1.15 m og í þrautinni sjálfri varð hún í öðru sæti. Helga Margrét Óskarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi með 7,99 m, fjórða í 60 m hlaupi á 9,31 sek., 2.-6. í hástökki með 1,25 m og í þrautinni sjálfri varð hún í þriðja sæti rétt á eftir Barbáru Sól. Ólöf María Stefánsdóttir var svo rétt á eftir stelpunum í þrautinni sjálfri en hún varð fjórða í kúluvarpi með 7,83 m, sjötta í 60 m hlaupi á 9,94 sek. og 9.-10. í hástökki með 1,15 m. Katharína Sybilla Jóhannsdóttir átti líka að keppa en hún var því miður forfölluð í þetta sinn.

Tveimur strákum úr 6. bekk Vallaskóla hafði einnig verið boðið að keppa en þeir komust ekki.

Þuríður Ingvarsdóttir.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Mynd: Vallaskóli/Þuríður Ingvarsdóttir 2013. Á palli fyrir þrautina 2. sæti Barbára Sól og 3. sæti Helga Margrét.
Mynd: Vallaskóli/Þuríður Ingvarsdóttir 2013. Á palli fyrir þrautina, 2. sæti Barbára Sól og 3. sæti Helga Margrét.

 

[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

2001, 2012-2013, fri traut - Valla og Sunnul 2.m
Mynd: Vallaskóli/Þuríður Ingvarsdóttir 2013. Helga Margrét, Ólöf María, Barbára Sól úr Vallaskóla og Kolbrún Edda úr Sunnulækjarskóla.

 

 

 

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]