Ljósmyndataka í 10. bekk og ruslatínsla

Það er nóg að gera hjá árgangi 1997. Ekki aðeins er útskriftin framundan og útskriftarferðalag heldur á að festa þau á mynd í dag, þriðjudaginn 7. maí, og svo þurfa þau einnig að taka þátt í ruslatínslu eftir hádegið sem er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferð.