Heimsóknir í Vallaskóla

Á síðustu vikum hafa komið tveir erlendir hópar í heimsókn. 

Annars vegar var það hópur frá Tyrklandi á vegum Erasmus+ verkefnisins og hinsvegar var það hópur þýskra þingmanna sem skoðuðu skóla og stofnanir í sveitafélaginu.

Báðir hópar voru mjög ánægðir með heimsóknina sína og móttökur.

Ekki náðist mynd af þýska hópnum en hér er mynd af tyrkneska hópnum fyrir utan leikskólann Jötunheima með Þorsteini Hjartarsyni fræðslustjóra.

Vallaskóli 2018 (ÞH) Tyrkneski hópurinn