Foreldrakvöld Vallaskóla

Foreldrakvöld Vallaskóla var haldið í gærkvöldi í annað sinn í þessari mynd.

Eftir að gestir höfðu gætt sér á súpu var aðalfundur foreldrafélagsins haldinn.

 

Eftir það var boðið var uppá kynningu frá foreldrafélagi Vallaskóla, kennarar, yngsta, mið og efsta stigs kynntu starfsemi sína og loks komu fulltrúar frá félagsmiðstöðinni Zelsíuz með kynningu á gróskumiklu starfi sínu.

Þeir sem vildu fengu tækifæri á að sjá stöðu framkvæmda við skólann.

Foreldrakvöldið var vel sótt og heppnaðist vel og þökkum við foreldrum og forráðamönnum fyrir samveruna.

Vallaskóli 2018 (IDR)
Foreldrakvöld