Fundargerð skólaráðs 18. desember 2018

Fundur í skólaráði Vallaskóla

Fundur haldinn 18.12.2018 kl. 17:15

Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, María Ágústsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Halldóra Heiðarsdóttir.

  1. Skólastjóri setur fundinn
  2. Breyting á skóladagatali.

Samræmd próf færð um dag vegna starfamessu – samþykkt á fundi.

  1. Þróunarverkefnið Stöðumat fyrir tvítyngd börn kynnt

Þrír skólar sem taka þátt í verkefninu: Fellaskóli í Reykjavík, Vallaskóli á Selfossi og Lækjarskóli í Hafnarfirði.

Þrír þættir skoðaðir:  Fyrri þekking og reynsla. Læsi og talnaskilningur. Kunnátta í faggreinum.

  1. Önnur mál

Símtækjanotkun í grunnskólum.

Í ljósi frétta af skólum sem banna alfarið símanotkun á skólatíma var þetta rætt og hefur fólk áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun ungra barna oflr.

Gunnar Páll Pálson formaður foreldrafélags Vallaskóla:

Innlegg um endurskinsvestagjöf til 1. bekkjarnemenda frá foreldrafélaginu.

Næsti fundur 16. janúar 2019 kl. 17:00.

Fundi slitið kl. 17:57.