Fundargerð skólaráðs 14. janúar 2009

Fundur 14. janúar 2009

Guðbjartur setti fund kl. 17:00.

Fyrir fundi liggur aðeins eitt mál þ.e. hugsanlegur tilflutningur nemenda frá Sunnulæk til Vallaskóla. 

Þessi hugmynd er tilkomin vegna þess að stjórnendur Sunnulækjarskóla telja sig ekki hafa pláss fyrir alla sína nemendur.

Tvær tillögur hafa nú litið dagsins ljós hjá undirbúningshópi skólanefndar og nú er óskað eftir umsögn frá skólaráði um tillögurnar sem hér fylgja.

Tillaga 1. – Safnskóli

Tillaga 2. – Breytt skólahverfi

Umræða fór fram um báðar þessar tillögur og síðan ákveðið að halda annan fund að viku liðinni þann 21.janúar á sama tíma og ganga frá umsögninni.

Fundi frestað kl. 17:50

Svanfríður Guðm.      

Hjörtur Þórarinsson

Guðbj. Ólason           

María Hauksdóttir

Hrönn Bjarnad.          

Kolbrún Lilja Guðnadóttir

Guðrún Eylín