Fundargerð foreldraráðs 13. mars 2007


25. fundur Foreldraráðs Vallaskóla, haldinn að Sólvöllum 13. mars 2007 kl. 20:00
Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, Sigrún Árnadóttir og Hjalti Tómasson.

1. Þann 7. mars heimsótti skólanefnd Vallaskóla og hitti um leið Guðrúnu og Ingibjörgu úr foreldraráðinu. Voru ýmis mál innan skólans kynnt fyrir skólanefndinni og virtust allir hafa gagn og gaman af að hittast. M.a. var rætt um hvort uppsetning á eftirlitsmyndavélum við Vallaskóla gæti orðið að veruleika á þessu ári en því miður eru litlar líkur taldar á að svo geti orðið.


2. Hjalti hefur setið fundi skólanefndar Árborgar í vetur og kynnti hann lauslega efni sem rætt hafa verið á fundum þar. Fyrst og fremst niðurstöður könnunarinnar Hagir og líðan ungs fólks í Árborg – Skýrsla frá Rannsóknir og greiningu. Þar er horft til neyslu ungmenna á tóbaki, áfengi og ólöglegum vímuefnum og einnig skoðaðir þættir er snerta félagslegt umhverfi ungmenna. Skýrslan byggir jafnframt á könnunum Rannsókna og greiningar sem lagðar hafa verið fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla á Íslandi á árunum 1997 – 2006. Skýrsluna er að finna á heimasíðu Árborgar undir Fjölskyldumiðstöð – forvarnir. Bornar eru saman niðurstöður úr rannsókn frá Árborg vorið 2006 við niðurstöður fyrri rannsókna sem gerðar hafa verið hér, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Í samanburði virðist hlutfall ungmenna í Árborgr sem neytt hafa vímuefna ekki ósvipað en betur má ef duga skal og þarf sameiginlegt átak foreldra og skóla til að breyta þessu. Sérstaklega þarf að skoða notkun á nef- og munntóbaki ungmenna hér í Árborg en notkun á þeim efnum er of mikil. Vitað er að í sumum íþróttagreinum eru iðkendum gert að hætta að tóbaksnotkun eða hætta íþróttaiðkun innan íþróttafélaga annars. Það er ánægjulegt að stærsti hluti ungs fólks í Árborg kemur ágætlega út úr þessari könnun en foreldraráð veltir samt fyrir sér hvar þau ungmenni eru í frítíma sem ekki stunda íþróttir og einnig hvernig hægt er að ná til þeirra ungmenna til að kynna fyrir þeim hvað er í boði.


3. Hjalti er að fara á fulltrúaráðsfund foreldraráða með Heimili og skóla í Reykjavík dagana 23. og 24. mars n.k. Markmiðið er að kynnast hvað foreldraráð í öðrum grunnskólum gera og hvernig foreldrastarfi er almennt háttað í öðrum grunnskólum því enn staldrar foreldraráð við þann litla áhuga sem foreldrar virðast sýna þeim möguleika á að starfa innan skólans.


4. Foreldraráð myndi vilja hitta kennara og nemendaráð Vallaskóla og heyra hvað þeim finnst t.d. um foreldrastarf innan veggja skólans.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir


Sigrún Árnadóttir


Hjalti Tómasson