Fundargerð 4.12. 2006

Hér kemur fundargerð foreldraráðs síðan 4.12.2006.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari og Hjalti Tómasson varamaður.


1. Enn hafa ekki fengist fleiri foreldrar til starfa í ráðinu þrátt fyrir dreifibréf það sem kennarar skólans afhentu í foreldraviðtölum 14. nóvember sl. Velta meðlimir ráðsins því fyrir sér hvort foreldrar séu svo uppteknir í öðrum hlutum eða hvort þeir hafi ekki vilja til að fylgjast með því sem er að gerast í skóla barnanna þeirra.


2. Eftirfarandi fyrirspurnir voru sendar til Eyjólfs Sturlaugssonar skólastjóra:


I. Hvað og hvernig líður uppsetningu á eftirlitsmyndavélum?


II. Þar sem enn er kvartað undan því að matarskammtar í mötuneyti skólans Sólvallamegin séu of litlir hefur ekki verið rætt um að stækka skammtana?


III. Hafa þessar kvartanir borist skólastjórn til eyrna á þessum skólavetri?


IV. Hvernig er staðið að gæslu í íþróttahúsi skólans?


V. Hvernig kom ástundaeinkunin út skv umbunakerfinu í mið- og efstastigi?


VI. Er komin niðurstaða úr könnun á notkun á vímuefnum meðal grunnskólanemenda í 8.-10. bekk? (könnun sem hefði átt að gera vorið 2006)


VII. Hvernig kemur Vallaskóli út úr samræmduprófunum í 4. og 7. bekk? Og hvernig er samanburður milli ára?


VIII. Er aðgengi nemenda að tölvum í kennslutímum og götum í stundaskrá nægilegt?


IX. Hvaða ráðstafnanir voru gerðar til að 9. bekkur Vallaskóla gæti tekið þátt í forvarnardegi UMFÍ?


X. Hvenær hefðu nýir meðlimir ráðsins möguleika á að fá skoðunarferð um Vallaskóla til að kynna sér byggingar hans?


3. Einnig voru sendar fyrirspurnir til Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar:


I. Hvað varð um flögg þau sem voru sett upp í haust í nágrenni skólans (a.m.k. á Tryggvagötu og Engjavegi) og stóð á ÖKUM VARLEGA.


II. Hver er stefnan með opnunartíma á Bifröst skólavistun þegar frídagar eru í skólanum? Það sem af er skólaárinu eru búnir að vera frídagar þar sem hægt var að sækja um vistun fyrir börnin fyrir hádegi en einnig frídagar þar sem ekki var boðið upp á slíka þjónustu. Geta foreldrar treyst því að skólavistun bjóði upp á opnunartíma þegar skólinn er ekki eða er það bara stundum og þá hvað ræður því að skólavistun er opin eða lokuð á frídögum skólans?


III. Varðandi setu á skólanefndarfundum hafði Margrét Erlingsdóttir formaður skólanefndar svarað foreldraráði 31.01.2006 “Hvað varðar hina fyrirspurnina þína um greiðslur fyrir setu í skólanefnd þá fær einn foreldrafulltrúi greitt.” Ennþá hefur ekki verið greitt fyrir setu foreldrafulltrúa á skólanefndarfundum frá því 2005. Einhver skýring á því?


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir


Hjalti Tómasson