Fréttir

Perlukarl

Baldvin Barri í 4. bekk gerði þennan stóra flotta perlukarl um daginn. Fyrst var hann einn í þessu en hægt og bítandi breyttist myndin í samvinnuverkefni þar sem margir hjálpuðu til við að flokka perlur eftir lit og jafnvel raða þeim á spjöldin.

Perlukarl Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019

Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu.

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019 Read More »

Gleðilega hátíð

Eins og flestir vita þá eru litlu jólin ómissandi viðburður í sérhverjum skóla. Árið í ár var auðvitað engin undantekning á því en litlu jólin voru haldin haldin í öllum árgöngum samkvæmt fyrirliggjandi hefð. Jólaleyfið hófst svo 20. desember en nemendur koma aftur í skólann 3. janúar 2018. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Gleðilega hátíð Read More »