Pangea stærðfræðikeppnin
23 nemendur 9. bekkjar og átta nemendur 8. bekkjar í Vallaskóla náðu að komast í aðra umferð í Pangea stærðfræðikeppninni.
23 nemendur 9. bekkjar og átta nemendur 8. bekkjar í Vallaskóla náðu að komast í aðra umferð í Pangea stærðfræðikeppninni.
Foreldrafélag Vallaskóla færði miðstiginu höfðingjalega gjöf um daginn, fullt af nýjum spilum og púsl til að nota í hádegisfrímínútum og gjafakort sem nota á til að kaupa frekari afþreyingu fyrir þau. Takk fyrir okkur!
Matseðill marsmánaðar er til reiðu, sjá hér.
Þó það sé orðið nokkuð síðan að öskudagurinn var haldinn hátíðlegur, fyrir hálfum mánuði, þá er allt í lagi að rifja aðeins upp stemninguna sem var! Þá var fjórði bekkur með val á milli stofa í tveimur kennslustundum þar sem börnin í árganginum blönduðust saman.
Í samstarfi við Árborg, Samborg og foreldrafélög Vallaskóla og Sunnulækjarskóla verðum við með frábæran viðburð í Austurrými Vallaskóla þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 19.30-21.30. Gengið inn frá Engjavegi. Umfjöllunarefni að þessu sinni er SVEFN.
,,Þriðjudaginn 20. febrúar sl. var hátíðleg athöfn í Vallaskóla þar sem fulltrúar leik- og grunnskóla í Árborg tóku á móti læsisveggspjöldum. Þau eru hluti af nýlegri læsisstefnu og geta skólarnir nú hengt þau upp á öllum leikskóladeildum og skólastofum grunnskólanna.
Við minnum foreldra og forráðamenn nemenda á eftirfarandi verklag þegar kemur að slæmu veðri og ófærð: ,,Í óveðri eða mikilli ófærð verða foreldrar sjálfir að meta aðstæður og ákveða hvort nemendur verði sendir í skólann.
Nú er komið að því. Framkvæmdir eru að hefjast við hina svokölluðu útigarða í vesturálmu Sólvalla.
Baldvin Barri í 4. bekk gerði þennan stóra flotta perlukarl um daginn. Fyrst var hann einn í þessu en hægt og bítandi breyttist myndin í samvinnuverkefni þar sem margir hjálpuðu til við að flokka perlur eftir lit og jafnvel raða þeim á spjöldin.
Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu.