Valgreinar á unglingastigi 2019-2020

Í dag kynntu nemendur á unglingastigi sér valfögin sem verða í boði í vetur.

Mynd: Vallaskóli 2019 (ÞHG). Nemendur spjalla við kennara sína um valið.

Kynningin fór þannig fram að nemendur gátu mælt sér mót við valgreinakennara inni í austurrými skólans um hádegisbilið. Þar fengu þeir nánari upplýsingar um hvað viðkomandi fag felur í sér.

Sjá nánar í tölvubréfi til foreldra á Mentor.