Pistill frá skólahjúkrunarfræðingi

Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur Vallaskóla. Hér kynnir hún stuttlega starfsemi heilsuverndar skólabarna sem fer fram á vegum Heilsugæslu HSu í Vallaskóla.

Mynd: Vallaskóli 2019 (SAH), Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur.

Eins og kemur fram í bréfi Svanbjargar þá er hún í skólanum alla virka daga frá kl. 8 til kl. 12. Utan þess tíma er alltaf hægt að leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á heilsuvefnum www.heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni ásamt vísun í leiðbeiningar frá Embætti Landlæknis.

Svanbjörg hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér þetta vel og að hika ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna eða til að koma skilaboðum áleiðis.

Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir. Skólahjúkrunarfræðingur Vallaskóla Netfang: svanbjorg.andrea@vallaskoli.is