My Final Warning á lokakvöldið
Strákarnir í hljómsveitinni My Final Warning stóðu sig vel í undankeppni Músíktilrauna á þriðjudaginn. Þeir eru komnir áfram í keppninni eftir að dómnefnd kvöldsins valdi þá drengi til að spila á lokakvöldinu.
Strákarnir í hljómsveitinni My Final Warning stóðu sig vel í undankeppni Músíktilrauna á þriðjudaginn. Þeir eru komnir áfram í keppninni eftir að dómnefnd kvöldsins valdi þá drengi til að spila á lokakvöldinu.
Í morgun fengu nemendur í 10. bekk Vallaskóla kynningu á forskráningu í framhaldsskóla. Var kynningin í umsjá námsráðgjafa. Farið var yfir skráningarferlið á menntagatt.is og að síðustu fengu nemendur afhenta veflykla sína.
Vallaskóli átti fjóra verðalaunahafa í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2010-2011 sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir stuttu. Afhending verðlauna fór fram á Skólaskrifstofu Suðurlands sl. föstudag.
Frá upphafi Vallaskóla hafa þeir sem sinna sérkennslu í Vallaskóla í fullu starfi farið í fræðslu- og kynnisferðir einu sinni á ári.
Í síðustu viku fengu 10. bekkingar kynningu á Europass-ferilskrám. Það var Dóra Stefánsdóttir frá Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands sem kom og kynnti fyrir nemendum hvernig má nálgast upplýsingar og gerð slíkra ferilskráa.
Íþróttadagur var haldinn í dag í Vallaskóla. Þar var fyrirferðarmikil keppnin milli kennara og nemenda í 10. bekk en keppt var í nokkrum íþróttagreinum í íþróttasalnum á Sólvöllum. Bæði lið voru hvött dyggilega af nemendum uppi í stúku.
Stutt er síðan að öskudagur var haldinn hátíðlegur. Hægt er að skoða myndir frá þessum degi í albúmi undir ,,Myndefni“.
Nú er lokið fyrstu umferð spuringakeppninnar KVEIKTU.
Aðalkeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi (keppni 1 – vesturhluti Árnessýslu) var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði 14. mars sl. Fulltrúar Vallaskóla stóðu sig frábærlega en þeir hlutu öll þrjú verðlaunasæti keppninnar.
Foxit Reader er skemmtilegt tölvuforrit þegar unnið er með pdf.-skjöl og býður upp á ýmsa möguleika til að auðvelda námið.