Fréttir

Skólaslit vorið 2011

Nú er níunda starfsári Vallaskóla að ljúka og 3. júní voru útskrifaðir nemendur í þremur bekkjardeildum. 6. júní voru svo skólaslit í 1.-9. bekk. Hægt er að nálgast myndir frá athöfnunum undir ,,Myndefni”.

Þetta vilja þau!

Út er komin skýrsla sem er afrakstur vinnu ungmenna í 9. bekk á forvarnadeginum sem haldinn var 3. nóvember 2010. Höfundur skýrslunnar er Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir Rannsóknir og greiningu. Sigríður var jafnframt verkefnisstjóri Forvarnadagsins 2010.

Brennómót

Síðasta skóladaginn sá nemendafélag Vallaskóla (NEVA) um brennómót á unglingastigi í íþróttasalnum á Sólvöllum. 

Tölvufíkn er alvörumál

Á dögunum fengum við hingað í Vallaskóla góða gesti, þrjá unga menn frá Höfn í Hornafirði, sautján-átján ára gamla, þá Halldór Karl Þórsson, Reyni Ásgeirsson og Þórð Ásgeirsson. Erindi þeirra var að fræða okkur, aðallega þó 7. bekk en líka kennara og foreldra, um fyrirbærið tölvuleikjafíkn.