Vinsemd fæðir vinsemd
…segir á einu plakatinu sem nemendur í 4. GMS færðu nemendum í 9. MA. Þetta er hverju orði sannara og átti vel við daginn í dag, 30. september, en nemendur á yngsta stigi kynntu októberdyggð skólans, vinsemd, og skelltu sér í föstudagsfjör.