Fréttir

Innileikfimi

Frá og með mánudeginum 12. september tekur innileikfimin við. Foreldrar eru því beðnir um að gæta vel að því að nemendur mæti með réttan útbúnað.

Dagur læsis

Í dag, 8. september, er alþjóðlegur dagur læsis. Á alþjóðlegum degi læsis eru ungir og aldnir lesendur vefsíðu Vallaskóla hvattir til að gera sér dagamun og leggja sérstaka áherslu á lestur.

Göngum í skólann

Vallaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Landlæknisembættisins, mennta- og menningar-málaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.

Skóli í 10 ár

Tíunda starfsár Vallaskóla er nú hafið. Í nógu er að snúast og allt hefur gengið vel á fyrstu dögum starfsins. Myndir frá skólasetningu eru nú til staðar í myndaalbúmi hér á síðunni.