Fréttir

Skólaþing Vallaskóla

Fimmtudaginn 19. janúar verður Skólaþing Vallaskóla haldið, bæði þing nemenda og foreldra. Á skólaþinginu fá allir tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum um skólann á framfæri.

Lestur hefur aldrei verið mikilvægari

Ásta Björk Björnsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, hélt mjög góðan fyrirlestur fyrir kennara í dag um læsi. Í grófum dráttum skiptir miklu máli fyrir börn nútímans og framtíðar, og þá ekki síst á grunnskólaaldri, að ná tökum á þessari grundvallar færni.

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár! Í dag, 2. janúar, er starfsdagur í Vallaskóla og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa skólastarfið fyrir morgundaginn. Nýr matseðill er kominn á heimasíðuna og búið er að uppfæra gjaldskrár í mötuneyti og á skólavistun.

Kæru nemendur og foreldrar!
Fyrir hönd starfsfólks Vallaskóla óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að kveðja. Með jólakveðju – Guðbjartur Ólason, skólastjóri.

Netfréttabréf Zelsiuz desember 2011

Haustmánuðir hafa liðið hratt og á augabragði er kominn desember. Það er því löngu kominn tími til að kynna vetrardagskrána. Í vetur verða ekki gerðar miklar breytingar á starfinu fyrir utan að mánudagskvöld verða klúbbakvöld. Þá verður boðið upp stráka og stelpuklúbba, kvikmyndaklúbb, sviðslistaklúbbinn Jón og fjölmiðlaklúbbinn Friðbert.

Jólasund

Jólastemning var hjá okkur í desember í sundhöllinni, þar sem nemendur synda eða ganga með kertaljós undir jólatónlist – á kertasundi!