Olweus í 10 ár
Frábært málþing, helgað Olweusaráætluninni á Íslandi, var haldið í dag föstudag, 22. nóvember. Yfir 90 þátttakendur mættu til leiks, þar á meðal tveir fulltrúar Vallaskóla, þeir Jónas Víðir Guðmundsson kennari og Þorvaldur H. Gunnarsson deildarstjóri eldri deildar. Vallaskóli hefur verið með í Olweusaráætluninni allt frá innleiðingu hennar fyrir 10 árum (frá skólaárinu 2002-2003).