Framandi matargerð
Fyrir nokkrum dögum fengu nemendur í 10. bekk í vali í heimilisfræði heimsókn af kokki sem kenndi þeim að elda indverskan mat og franskan eftirrétt. Varð úr góð veisla sem nemendur nutu vel.
Framandi matargerð Read More »
Fyrir nokkrum dögum fengu nemendur í 10. bekk í vali í heimilisfræði heimsókn af kokki sem kenndi þeim að elda indverskan mat og franskan eftirrétt. Varð úr góð veisla sem nemendur nutu vel.
Framandi matargerð Read More »
Annaskiptin eru framundan. Vorönn hefst senn. Hér má sjá bréf til foreldra sem einnig var sent út á Mentor.
Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.
Þorrablót í 4. bekk Read More »
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 verður haldið Þorrabingó í Vallaskóla. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Bingóið verður haldið í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn um anddyrið við Engjaveg.
Fyrir skemmstu fórum við í 2. og 6. bekk í Gullin í grenndinni ferðina okkar sem gekk mjög vel og var alveg stór skemmtileg. Við lögðum af stað í myrkri kl. 8:10 og komum heim í björtu rétt fyrir kl. 10:00 í frábæru veðri.
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, heimsótti Vallaskóla í dag og fræddi nemendur, foreldra og starfsfólk um málefni lesblindra. Afar fróðlegt var að hlýða á erindi Snævars.
Framhaldsskólarnir eru margir hverjir að kynna starf sitt með því að halda opið hús. Þar gefst verðandi framhaldsskólanemum, nemendum í 10. bekk, að koma og kynnast því sem fram fer. Hér til hliðar undir ,,Tilkynningar“ má sjá auglýsingar frá hinum ýmsu skólum um kynningarnar, tímasetningar ofl. Endilega fylgist því með.
Opið hús í framhaldsskólum Read More »
100-daga hátíð var haldin í 1. bekk 4. febrúar sl. Frá fyrsta skóladegi höfum við talið skóladagana og sett upp eitt rör fyrir hvern dag. Þegar komin eru 10 rör setjum við þau saman í einn tug.
Föstudaginn 31. janúar var dagskrá á sal skólans í tilefni af degi gegn einelti í Vallaskóla. Nemendur mættu á sal eftir stigum og hlýddu þar á hugvekju Guðbjarts skólastjóra.
Með allt á hreinu á degi gegn einelti Read More »
Þá er febrúarmatseðillinn kominn á heimasíðuna og þar kennir ýmissa grasa eins og ,,Pizza a la Valló“. Spennandi!