Fréttir

Olweus í 10 ár

Frábært málþing, helgað Olweusaráætluninni á Íslandi, var haldið í dag föstudag, 22. nóvember. Yfir 90 þátttakendur mættu til leiks, þar á meðal tveir fulltrúar Vallaskóla, þeir Jónas Víðir Guðmundsson kennari og Þorvaldur H. Gunnarsson deildarstjóri eldri deildar. Vallaskóli hefur verið með í Olweusaráætluninni allt frá innleiðingu hennar fyrir 10 árum (frá skólaárinu 2002-2003).

Olweus í 10 ár Read More »

Skákgjöf

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.

Skákgjöf Read More »

Ævintýrið í mér

Fyrsta skóladaginn eftir haustfríið, eða þriðjudaginn 22. október, fengu nemendur 4. – 6. bekkja rithöfund í heimsókn. Þar var á ferðinni Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur að kynna bókina sína, Nikký og slóð hvítu fiðrildanna, og vinna með verkefni sem hún kallar Ævintýrið í mér með nemendum.

Ævintýrið í mér Read More »