Fréttir

Þorrablót í 4. bekk

Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.

Bingó!

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 verður haldið Þorrabingó í Vallaskóla. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Bingóið verður haldið í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn um anddyrið við Engjaveg.

Vinagull

Fyrir skemmstu fórum við í 2. og 6. bekk í Gullin í grenndinni ferðina okkar sem gekk mjög vel og var alveg stór skemmtileg. Við lögðum af stað í myrkri kl. 8:10 og komum heim í björtu rétt fyrir kl. 10:00 í frábæru veðri.

Lesblinda

Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, heimsótti Vallaskóla í dag og fræddi nemendur, foreldra og starfsfólk um málefni lesblindra. Afar fróðlegt var að hlýða á erindi Snævars.

Opið hús í framhaldsskólum

Framhaldsskólarnir eru margir hverjir að kynna starf sitt með því að halda opið hús. Þar gefst verðandi framhaldsskólanemum, nemendum í 10. bekk, að koma og kynnast því sem fram fer. Hér til hliðar undir ,,Tilkynningar“ má sjá auglýsingar frá hinum ýmsu skólum um kynningarnar, tímasetningar ofl. Endilega fylgist því með.

100 var það

100-daga hátíð var haldin í 1. bekk 4. febrúar sl. Frá fyrsta skóladegi höfum við talið skóladagana og sett upp eitt rör fyrir hvern dag. Þegar komin eru 10 rör setjum við þau saman í einn tug.

Matur og menning

Á undanförnum tveimur skólaárum hefur verið unnið að því að styrkja og efla starfsemi mötuneytis Vallaskóla. Starfsmönnum mötuneytisins var meðal annars gert kleift að stunda nám með vinnu og sem dæmi um það þá útskrifuðust tveir starfsmenn mötuneytisins, þær Hjördís Traustadóttir og Inga Guðlaug Jónsdóttir sem fullgildir matartæknar núna rétt fyrir jólin.