Prjónaskapur í 6. bekk
Hér gefur að líta glæsilegt handverk frá nemendum í 6. bekk, tvær lopapeysur sem kláruðust núna í skólalok. Önnur peysan er prjónuð af stúlku en það var drengur sem prjónaði hina.
Hér gefur að líta glæsilegt handverk frá nemendum í 6. bekk, tvær lopapeysur sem kláruðust núna í skólalok. Önnur peysan er prjónuð af stúlku en það var drengur sem prjónaði hina.
Nemendur í 8. bekk fóru í vettvangsferð niður á strönd, heimsóttu fjöruna og Menningarverstöðina á Stokkseyri en komu einnig við á Eyrarbakka og skoðuðu m.a. sjóminjasafnið. Komið var við á Gamla Hrauni þar sem nemendur borðuðu nestið sitt og kíktu á lömb og hænur. Frábær dagur í frábæru veðri.
Miðvikudaginn 30 .apríl lögðum við af stað í útskriftarferð. Ferðinni var heitið í Skagafjörðinn þar sem við ætluðum að gista á Bakkaflöt, fara í River Rafting, róbótafjós og heimsækja Skotveiðifélagið Ósmann.
Skólaþjónusta Árborgar gefur út fréttabréf í hverjum mánuði og nú er komið út 6. tölublað í fyrsta árgangi fréttablaðsins. Þar kennir ýmissa grasa auðvitað, og í blaðinu fáum við innsýn í það helsta sem er að gerast í skólastarfi Árborgar hverju sinni.
Síðustu dagar vorsins eru nú óðum að ganga yfir. Út eru komin tvö foreldrabréf sem greina nánar frá prófatímabili og vordögum.
Á morgun, miðvikudaginn 21. maí, er annar af þremur boðuðum verkfallsdögum í kjaradeilu kennara. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af verkfalli verður og því eru foreldrar og forráðamenn nemenda beðnir um að fylgjast með fréttum í kvöld og í fyrramálið.
Lið Vallaskóla í Skólahreysti náði mjög góðum árangri í lokakeppni Skólahreysti en tólf bestu skólar landsins í Skólahreysti ársins 2014 mættust í úrslitum í kvöld, 16. maí. Vallaskóli hafnaði í 5. sæti með 44 stig samanlagt.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall fimmtudaginn 15. maí, miðvikudaginn 21. maí og þriðjudaginn 27. maí og tekur það gildi á umræddum dögum hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma.
Vallaskóli hefur notað sjálfsmatstækið ,,Skólapúlsinn“ síðan árið 2011. Nú höfum við birt nýjustu skýrslurnar (2013-2014) úr starfsmanna- og foreldrakönnuninni hér á heimasíðunni. Skýrslurnar veita vonandi góða innsýn í umfangsmikla starsfemi skólans enda eru skýrslurnar sjálfar stórar í sniðum.