Fréttir

Verkfall grunnskólakennara

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall fimmtudaginn 15. maí, miðvikudaginn 21. maí og þriðjudaginn 27. maí og tekur það gildi á umræddum dögum hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Nýjar sjálfsmatsskýrslur

Vallaskóli hefur notað sjálfsmatstækið ,,Skólapúlsinn“ síðan árið 2011. Nú höfum við birt nýjustu skýrslurnar (2013-2014) úr starfsmanna- og foreldrakönnuninni hér á heimasíðunni. Skýrslurnar veita vonandi góða innsýn í umfangsmikla starsfemi skólans enda eru skýrslurnar sjálfar stórar í sniðum. 

Skrifað á skinn með fjaðurstaf

Fyrir stuttu heimsóttu okkur í 6. bekk Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari við Árnastofnun ásamt aðstoðarmanni sínum. Tilefnið var að þann 10. maí 2013 var sett upp sýning í Húsinu á Eyrarbakka á einu handriti úr safni Árna Magnússonar handritasafnara og prófessors (f. 13. 11. 1663, d. 7. 1. 1730).

Já, en hvað ef?

Þriðjudaginn 29. apríl fór öll unglingadeild Vallaskóla (8., 9. og 10. bekkir) ásamt unglingadeildum annarra skóla í Árborg til Reykjavíkur á forvarnasýninguna Hvað ef? í Þjóðleikhúsinu. Til að gera langa sögu stutta þá var sýningin, sem tók eina klukkustund í flutningi, afar áhrifamikil.

Hvernig er nærumhverfið?

Sýningin List í nærumhverfi var sett upp í anddyri Vallaskóla og opnuð með viðhöfn í dag, föstudaginn 25. apríl. Hún verður opin í tvo daga,  föstudaginn 25. apríl og laugardaginn 26. apríl. Sýningin er hluti hátíðarinnar, Vor í Árborg 2014.

Litli upplesturinn í 4. bekk

Umsjónarkennarar og nemendur 4. bekkja hafa í vetur tekið þátt í verkefninu Litli upplesturinn sem er samstarfsverkefni við Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn undir styrkri stjórn umsjónarkennara en einnig nokkur tónlistaratriði.

Sýning nemenda á Vor í Árborg

Þá er skólinn byrjaður aftur eftir páskafrí og vonum við að allir hafi notið leyfisins vel. Og sumarið nálgast óðum og því er tilvalið að fagna með því að kíkja á sýningu nemenda. Næstkomandi föstudag, 25. apríl, verður opnuð sýningin List í nærumhverfi, en sýningin er afrakstur þemadaga í Vallaskóla sem haldnir voru fyrr í mánuðinum.

Sýning nemenda á Vor í Árborg

Þá er skólinn byrjaður aftur eftir páskafrí og vonum við að allir hafi notið leyfisins vel. Og sumarið nálgast óðum og því er tilvalið að fagna með því að kíkja á sýningu nemenda. Næstkomandi föstudag, 25. apríl, verður opnuð sýningin List í nærumhverfi, en sýningin er afrakstur þemadaga í Vallaskóla sem haldnir voru fyrr í mánuðinum.