Ólafur Stefánsson handboltahetja í heimsókn í Vallaskóla

Í dag kom Ólafur Stefánsson handboltahetja í heimsókn í Vallaskóla og ræddi við nemendur 5.-10. bekkjar um lífið og tilveruna, gildi og markmið. Nemendur og starfsfólk skólans var mjög ánægt með þessa heimsókn  og er jafnvel von á kappanum aftur seinna í vetur. Ólafur hrósaði nemendum fyrir hvað þau voru kurteis og hvað þau tóku virkan þátt í umræðum.