Á döfinni

Íþróttadagur

Íþróttadagur var ráðgerður 3. mars (eins og fram kemur í skóladagatali) en færist yfir á fimmtudaginn 18. mars.

Dagskrá er á öllum stigum og miðast við c.a. tvær kennslustundir á hverju stigi.

Stærðfræðikeppni

Í dag verður Stærðfræðikeppni grunnskólanna haldin á Suðurlandi. Hún fer fram í FSu kl. 15.00 en 59 keppendur eru skráðir til leiks. 12 nemendur í 8.-10. bekk eru frá Vallaskóla, fjórir úr hverjum árgangi.

Öskudagur/furðufatadagur

Öskudagurinn verður 9. mars nk. Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 12.40 og fellur svo kennsla niður eftir það þann daginn. Hvetjum alla til að koma í furðufötum og höfum svo gaman að.

Kveiktu

Spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, hefur nú göngu sína. Í dag munu etja kappi 10. HLG og 8. HS, 9. MS og 9. KH.