Fjölmenningarver í Vallaskóla

Í Fjölmenningarveri er tekið á móti nemendum í 1. -10. bekk sem eru með annað móðurmál en íslensku.

Tímafjöldi þeirra er misjafn en getur verið frá 2-12 stundum á viku.

Þar eru unnin fjölbreytt og skemmtileg verkefni með það að leiðarljósi að auka orðaforða og skilning í íslensku. Einnig koma nemendur með stærðfræði, samfélagsfræði eða annað sem hentar.

Markmið í verinu er að nemendur vinni verkefni við hæfi, taki framförum og njóti þess sem þeir eru að gera.

Unnin eru hefðbundin verkefni, lærum í gegnum leiki og spil, söng og fleira.

Nýlega var byrjað að vinna svokallaðar tvítyngisbækur með nemendum en markmiðið með þeim er að efla orðaforða og auka samvinnu heimilis og skóla. Þær virka þannig að nemandi fer heim með stílabók sem búið er að skrifa í 5-10 orð í (eftir aldri) og á hann að þýða þau orð yfir á sitt móðurmál auk þess að skrifa setningar á sínu móðurmáli sem innihalda orðin.  Kennari og nemendur vinna síðan áfram með setningarnar og þýða þær yfir á góða íslensku. Þetta er gert vikulega og og eru orðin valin eftir getu og aðstæðum/námsefni hverju sinni.

Nemendafjöldi í stofunni er misjafn getur verið frá ca 5-14 nemendur, allt eftir því hvað hentar í töflu þeirra.

Kennarar í fjölmenningarveri eru þær Anna Linda Sigurðardóttir og Áslaug Reynisdóttir.