Bangsímon og félagar

Leiklistarval 9. bekkjar mun sýna leikrit um ævintýri Bangsímons í dag, mánudag 14. maí. Áætlað er að allir nemendur í 1. til 5. bekk fái að bera sýninguna augum. 

Sýningatímarnir eru kl. 08:50, 09:50, 10:50 og 11:50 mánudaginn og er foreldrum og forráðamönnum, ásamt systkinum (yngri eða eldri), að sjálfsögðu velkomið að mæta á þeim tíma sem þeim hentar. Sýningartími er um 30 mínútur og von á skemmtilegri upplifun í litla leikhúsinu okkar í Vallaskóla sem nú er í kjallaranum (gengið er inn frá aðalanddyri).