thorvaldur

Starfsdagur

Í dag er starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur eru því í fríi. Sjáumst á mánudaginn. Ath. að kennsla verður með eðlilegum hætti fimmtudaginn 4. október.

Fjárfestum í tíma með börnunum okkar

Davíð Bergmann meðferðarráðgjafi var með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk núna í vikunni. Boðskapur og áhrifarík saga Davíðs snertir okkur öll, enda meðtóku nemendur hvert einasta orð. Davíð verður líka með fund fyrir foreldra, auglýsing sjá hér.

Forvarnafræðsla

Mánudaginn 24. september og þriðjudaginn 25. september verður Davíð Bergmann með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Fræðslan tekur um 80 mínútur og verður einblínt á eiturlyfjavá. Í byrjun næstu viku mun Davíð halda fræðslufund fyrir foreldra. Nánar síðar.

Grænn dagur gegn einelti

Föstudaginn 14. september var grænn dagur í Vallaskóla. Þá voru allir, nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að klæðast einhverju grænu og styðja þannig Olweusaráætlunina gegn einelti og gera hana sýnilega á skemmtilegan hátt.

Ísmark og Danland

Fyrir stuttu héldu vinir okkar frá MC Holmsskole aftur til Danmerkur eftir velheppnaða heimsókn á Selfossi. Surtseyjarverkefnið gekk vel og gáfu börnin eyjunum nöfnin Ísmark og Danland, en tveir hópar unnu að gerð tveggja ímyndaðra samfélaga á Surtsey.