Ævintýrið í mér
Fyrsta skóladaginn eftir haustfríið, eða þriðjudaginn 22. október, fengu nemendur 4. – 6. bekkja rithöfund í heimsókn. Þar var á ferðinni Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur að kynna bókina sína, Nikký og slóð hvítu fiðrildanna, og vinna með verkefni sem hún kallar Ævintýrið í mér með nemendum.