thorvaldur

Forvarnafundur

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.

Fyrirlesturinn fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. september nk. og hefst kl. 20:00.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aðgerðahópur um forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg

Hjóladagur

Í tilefni af göngu- og hjólamánuði í september var haldinn reiðhjóladagur mánudaginn 30. september í 3.-5. bekk.

Ingvar lögregluþjónn

Fyrir nokkru fengu nemendur í 1. og 2. bekk hann Ingvar lögregluþjón í heimsókn. Hann fór yfir helstu atriði hvað varðar endurskinsmerki, göngu til og frá skóla, hjálma og reiðhjólanotkun og margt fleira.

Hagir og líðan

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.