Til forráðamanna nemenda í 7. bekk

Stúlkur í 7. bekk munu fá HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini 5. október 2011 hér í Vallaskóla.

Inni á heilsuvefnum www.6h.is á slóðinni http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=562&Itemid=600 eru upplýsingar um þessa bólusetningu. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessar upplýsingar vel.

Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að koma með börnum sínum í bólusetninguna og þeim sem vilja gera það bendi ég á að hafa samband við mig og við ákveðum tíma sem hentar. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hvet ég ykkur til að hafa samband við mig.

Mikilvægt er að nemendur komi með ónæmisskírteinin sín með sér í skólann þennan dag.

Ef foreldrar ákveða að þiggja ekki HPV-bólusetningu fyrir barn sitt þá vinsamlega hafið samband við mig símleiðis eða með tölvupósti áður en bólusetningin fer fram í skólanum.

Með bestu kveðju

Halla Steinsdóttir,
Skólahjúkrunarfræðingur Vallaskóla

sigridurhalla@vallaskoli.is