thorvaldur

Starfsdagur/haustþing

Starfsdagur er í dag, föstudaginn 7. október. Þá eru nemendur í fríi.

Haustþing kennara fer einnig fram í dag, sem að þessu sinni fer fram á Hvolsvelli.

ATH! Kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþingsins.

Starfsdagur og haustþing kennara

Föstudaginn 7. október verður starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur verða þá í fríi. Athygli skal vakin á því að kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþings kennara.

Föstudagsfjör/yngsta stig

Yngsta stig hefur nú verið að undirbúa kynningu á októberdyggðinni. Kynningin mun fara fram á föstudagsfjöri 30. september.

Klukkan 11:20 munu nemendur yngsta stigs standa fyrir “Föstudagsfjöri” í íþróttasal Vallaskóla. Þar verður kvatt til vinsemdar og vináttu í söng, upplestri og leik.

Foreldrar yngsta stigs eru velkomnir í “fjörið”

Nemendur á yngsta stigi munu á næstu dögum heimsækja alla aðra bekki skólans og kynna dyggðina með gjöfum, söng og leik.

Fyrir hönd yngsta stigs
Jóna Hannesdóttir, deildarstjóri

Vinsemd fæðir vinsemd

…segir á einu plakatinu sem nemendur í 4. GMS færðu nemendum í 9. MA. Þetta er hverju orði sannara og átti vel við daginn í dag, 30. september, en nemendur á yngsta stigi kynntu októberdyggð skólans, vinsemd, og skelltu sér í föstudagsfjör.