gummi

Þemadagar

Þemadagar hjá 1.-6. bekk voru haldnir 10. og 11. maí. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá Þemadögunum.

Maritafræðsla

Maritafræðsla verður miðvikudaginn 11. maí frá kl. 19.30-21.00, haldin í Sunnulækjarskóla. Maritafræðslan eykur þekkingu okkar á skaðsemi fíkniefna. Afar mikilvægt er að forráðamenn fjölmenni á fundinn og sýni samtakamátt.

Verum ástfanginn af lífinu

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk fyrir stuttu og fræddi þau um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin vegferð, gera góðverk, koma fallega fram við aðra, hrósa, leggja sig fram alla daga, setja sér markmið og margt fleira.

Heimili og skóli

Kæru foreldrar og skólafólk. Við vekjum athygli á því að aðalfundur Heimilis og skóla verður haldinn mánudaginn 11. apríl nk. kl. 17 í fundarsal SAMFOK, 4. Hæð Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík.

Forinnritun í framhaldsskólana

Við viljum minna á að lokað verður fyrir forinnritun í framhaldsskólana næstkomandi sunnudag 10.04. Við hvetjum alla, sem enn eiga eftir að skrá sig, til að drífa í því.

Súpufundur um tölvufíkn

Samborg í samvinnu við fræðslusvið Árborgar verður með fyrirlestur þriðjudaginn 5. apríl kl 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð …

Súpufundur um tölvufíkn Lesa meira »

Lokarimman í spurningakeppninni Kveiktu

Spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, hefur verið í fullum gangi nú í marsmánuði. Undankeppnum er lokið og stefnir í spennandi lokarimmu á milli  10. LV og 9. BA föstudaginn 18. mars kl. 11.10 í Austurrými Vallaskóla. Hanna Lára Gunnarsdóttir er sem fyrr höfundur spurninga en spyrill skólaárið 2015-2016 er Gísli Felix Bjarnason kennari.