Af árshátíð unglingastigsins

Galaball Vallaskóla var haldið á Hótel Selfossi þann 24. nóvember síðastliðinn. Galaballið er árshátíð unglingastigs.


Dagskráin byrjaði klukkan 18 þegar 10. bekkur mætti til kvöldverðar. Í matinn var kjúklingabringa með kartöflugratín og súkkulaðikaka í eftirrétt. Yfir matnum voru tilkynnt úrslit úr litlum titlum sem 10. bekkur hafði kosið um sín á milli, svo sem krútt, bros og íþróttakóngur/drottning.


Kukkan 20 var 8. og 9. bekk hleypt inn í húsið.


Unglingahljómsveitin Aragrúi spilaði nokkur falleg lög áður en Stuðlabandið steig á svið. Þeir héldu uppi stuðinu þangað til klukkan 24. Um 22:30 voru herra og ungfrú Vallaskóli valin. Árni Guðmundsson og Thelma Björk Einarsdóttir voru í 1. sæti, Sævar Ingi Eiðsson og Karen María Gestsdóttir í 2. sæti og Kristján Gíslason og Sara Rut Björgvinsdóttir í 3. sæti. Þau fengu öll verðlaun og viljum við þakka þeim fyrirtækum sem gáfu okkur þessi flottu verðlaun. Ballið tókst vel í alla staði og vonandi skemmtu allir sér vel.

Fyrir hönd nemendafélagsins NEVA,
Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður og Thelma Björk Einarsdóttir, varaformaður.

Mikið af myndum, sem nemendur tóku sjálfir, hafa birst á Facebook en hér má líka nálgast myndir, þ.e. í albúmi undir ,,Myndefni“.

Nemendur geta svo keypt portrettmyndir af ljósmyndara galaballsins, sjá heimasíðu Stúdíó stundar.