Viltu lakkrís?

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Vallaskóla.

Næstu daga munu nemendur í 10. bekk ganga í hús á Selfossi og selja lakkrís til styrktar útskriftarferð sinni í vor. Um 600 gr poka er að ræða og kostar stykkið aðeins 1.000 kr. Vonumst við eftir jákvæðum undirtektum og góðum stuðningi.

Vinsamlegast ath. að aðeins er tekið við reiðufé.

 

Með fyrirfram þökkum og kveðju,

ferðanefnd foreldra.